Tennisskólinn í sumar

Tennis í skólum

Í boði eru tennisnámskeið sem kennd eru í skólum í frístundardvalartíma hjá krökkunum. Þar er farið yfir öll undirstöðuatriði tennis íþróttarinnar. Hægt er að hafa samband við þjálfarann fyrir frekari upplýsingar. 

Þjálfari: Andri Jónsson; [email protected]

SAMEIGINLEGAR TENNISÆFINGAR TFK, TFG, BH, FJÖLNIS OG ÞRÓTTAR Í VETUR

TFK, BH og TFG halda tennisæfingar fyrir börn og unglinga í Tennishöllinni Kópavogi í vetur. Öll börn og unglingar eru velkomin. Æfingar hefjast 1. september. Yfirþjálfarar eru: Jón Axel Jónsson og Milan Kosicky. Meira…

Skóflustunga

Kæru tennisáhugamenn,

Nú eru framkvæmdir loksins hafnar við stækkun Tennishallarinnar.  Skóflustunga var núna á sunnudaginn 6.maí 2018.

Skólamót Garðabæjar í mini tennis 2014

Fyrsta skólamót Garðabæjar í mini tennis var haldið á vegum Tennisfélags Garðabæjar (TFG) og Tennishallarinnar sunnudaginn 1. júní sl. í Tennishöllinni í Kópavogi.

Þátttaka var mjög góð og voru tennislið frá Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Alþjóðaskólanum og Flataskóla mætt til leiks.

Leikar fóru þannig að lið Hofsstaðaskóla sigraði í skólakeppninni og var þeim afhentur farandbikar frá Tennisfélagi Garðabæjar.

Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir besta einstaklingsárangur.  Þau hlutu Tómas Andri Ólafsson úr Flataskóla fyrir fyrsta sætið,  Sebastian Fryberger úr Sjálandsskóla fyrir annað sætið og Jakob Máni Magnússon úr Hofsstaðaskóla fyrir þriðja sætið.

Boðið var upp á pylsur í hléi. Hoppukastali og togbraut voru á svæðinu og að endingu var farið í skemmtilega tennisleiki með foreldrum.

Tennisfélag Garðabæjar og Tennishöllin þakka öllum börnunum fyrir þátttöku og góða frammistöðu á skólamótinu og óska sigurvegurunum til hamingju með árangurinn.

 

IMGP7123

Sigurlið Hofsstaðaskóla.

 

verdlaun_skolamot 2014

Sigurvegarar í einstaklingskeppni ásamt Jóni Axel Jónssyni, mótsstjóra.

 

 

Laugardagsæfingar færast

Það er blakmót um helgina í Ásgarði og æfingar á laugardaginn 8.3 færast á Sunnudaginn kl. 14:30 í Tennishöllina í Kópavogi sem er fyrir aftan Sporthúsið.

Barnanámskeið

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda fullt nafn og kennitölu bæði barns og foreldra, heimilisfang, netfang og símanúmer til [email protected]

Velkomin(n) á vefsíðu TFG

IMG_0078a