Skólatennis

Tennisnámskeiðin eru kennd í frístundardvalartíma hjá krökkunum. Í skólatennisnum er farið í öll undirstöðuatriði tennis íþróttarinnar og eru mikið notaðir boltar og spaðar og net þrátt fyrir að kennsla eigi sér stað í íþróttahúsum skólanna. Í Hofsstaðaskóla er frábær aðstaða og mikið pláss en einnig notar Andri Jónsson, yfirþjálfari og aðal skipuleggjandi skólatennis verkefnisins, badminton net hússins og teiknaða velli en lækkar netin niður að gólfi svo þau virka eins og mini tennis net. Hann kemur sjálfur með bolta og spaða handa krökkunum en þeir sem skrá sig fá einmitt sinn eigin spaða líka sem þau geta notað við tennisæfingar í framtíðinni. Hægt er að nýta frístundarstyrk bæjarins á námskeiðinu.

Þjálfari: Andri Jónsson; [email protected]