Um félagið

Tennisfélag Garðabæjar, skammstafað TFG var stofnað 4 desember. Formaður félagsins er Eyþór Rafn Þórhallsson sem tók við af Heimi Þorsteinssyni árið 2013. Nú sitja í stjórn: Luigi Bartolozzi, Þórunn Bergsdóttir, Davíð Ármann Eyþórsson og Stefán Pálsson. Félagið æfir í Tennishöllinni Kópavogi að Dalsmára 13.  Þátttakendur í starfi félagsins fer fjölgandi með hverju árinu.  Nálægt 50 krakkar hjá félaginu æfa tennis 2-5 sinnum í viku allan veturinn en mun fleiri krakkar taka þátt í starfinu á sumrin þ.e í Tennis- og leikjaskólanum en Tennisfélag Garðabæjar er í samstarfi við Tennisfélag Kópavogs og Tennisdeild BH í Hafnarfirði um vetrar- og sumarstarf fyrir börn og unglinga.  TFG er með æfingaraðstöðu í ásgarði og tennishöllinni .Yfirþjálfarar félagsins eru Jón Axel Jónsson og Milan Kosicky. Tennisfélag Garðabæjar hefur haft aðstöðu í Tennishöllinni Dalsmára og þó aðstaðan sé í Kópavogi þá hefur nálægð Smárans við Garðabæ gert það að verkum að aðstaðan hefur nýst félaginu mjög vel og eru hlutfallslega margir Garðbæingar að æfa tennis miðað við önnur sveitarfélög í nágrenninu. Tennisfélag Garðabæjar hefur átt í mjög góðu samstarfi við Tennisfélag Kópavogs, Tennishöllina og Tennisdeild BH um tennisæfingar, Tennisskóla, Tennisakademiu og keppnishald og hefur í raun notið mikils stuðning þessara aðila á sínum fyrstu árum. Samstarf félagsins við hin félögin hefur meðal annars snúist um sameiginlegar æfingar, skipulagningu mánaðarlega tennismóta og hafa félögin einnig skipulagt Áskorendakeppni fyrir efnilegustu og lengst komnu börn og unglinga sem hefur gert þeim kleift að keppa vikulega.  Ljóst er að ef félagið fær eðlilegan stuðning við starf sitt þá á þetta starf og félagið eftir að vaxa og blómstra.  Allir eru velkomnir að taka þátt í starfssemi félagsins.  Allar upplýsingar um starfssemi félagsins er hægt að fá í Tennishöllinni Kópavogi í síma 564 4030.